35 létust í átökum við íslamska vígamenn

Innanríkisráðuneyti Egyptalands staðfestir í yfirlýsingu að átökin hafi átt sér …
Innanríkisráðuneyti Egyptalands staðfestir í yfirlýsingu að átökin hafi átt sér stað á Bahariya svæðinu. google

35 egypskir hermenn og lögreglumenn létust í átökum við vígamenn úr röðum íslamskra öfgamanna í Bahariya í Egyptalandi í dag, að því er egypska öryggislögreglan og heilbrigðisyfirvöld hafa greint frá.

Innanríkisráðuneyti Egyptalands staðfestir í yfirlýsingu að átökin hafi átt sér stað og að „hryðjuverkamenn“ hafi einnig fallið í átökunum, ráðuneytið veitir þó engar upplýsingar um fjölda látinna eða særðra.

Hópur Hasm uppreisnarmanna hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segir 28 liðsmenn öryggislögreglu hafa verið drepna og 32 særða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert