Trump gagnrýnir káfandi þingmann

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi öldungadeildarþingmanninn Al Franken harkalega en Franken kyssti útvarpskonu gegn vilja hennar og káfaði á henni meðan hún svaf. 

Franken hefur beðið útvarpskonuna Lee­ann Tweeden afsökunar en atvikið átti sér stað fyrir ellefu árum síðan.

Ummæli Trump á Twitter eru þau fyrstu þar sem forsetinn blandar sér í umræðu um kynferðislegt ofbeldi sem hefur verið mikið til umræðu í kjölfarið á Harvey Weinstein-skandalnum. 16 konur hafa sakað Trump um ósæmilega kynferðislega hegðun gegn sér.

„Myndirnar af Al Frankenstein eru mjög slæmar en þær segja meira en þúsund orð. Hvert lætur hann hendurnar á meðan hún sefur?“ skrifaði Trump á Twitter.

Al Franken.
Al Franken. AFP

„Ég sýni konum virðingu en sýni ekki körlum virðingu sem gera það ekki. Ég skammast mín fyrir að gjörðir mínar gera það að verkum að fólk efast um að ég sýni konum virðingu,“ sagði Franken þar sem hann baðst afsökunar.

Ummæli Trump um Franken koma fram viku eftir að nokkrar konur hafa sakað íhalds­mann­inn Roy Moore, fyrr­ver­andi for­seta hæsta­rétt­ar Ala­bama, um kyn­ferðis­lega áreitni og ósæmi­lega hegðun. Trump hefur ekkert tjáð sig um þær ásakanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert