Hljóðið samsvarar sprengingu

44 áhafnarmeðlimir eru í kafbátnum og biður argentínska þjóðin fyrir …
44 áhafnarmeðlimir eru í kafbátnum og biður argentínska þjóðin fyrir afdrifum þeirra. AFP

Argentínski sjóherinn hefur greint frá því að atburður sem „samsvari sprengingu“ hafi átt sér stað á sömu slóðum og argentínski kafbáturinn San Juan var er hann hvarf af ratsjám í síðustu viku.

Talsmaður sjóhersins segir að  „óvenjulegur, stuttur og kraftmikill atburður“ hafi verið numinn í Suður-Atlantshafi, en rannsókn á uppruna hljóðsins hefur staðið yfir.

Tólf ríki hafa aðstoðað við leit­ina að kafbátnum, m.a. Rúss­land, Bras­il­ía, Frakk­land, Bret­land og Banda­rík­in. Leitað hefur verið úr lofti og á sjó en einnig hafa tveir ómannaðir kaf­bát­ar verið notaðir við leit­ina.

Kafbáturinn tilkynnti um vélarbilun og hvarf af ratsjám fyrir rúmri viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert