Mannskæð gassprenging í Austurríki

Eldurinn frá sprengingunni sást víða.
Eldurinn frá sprengingunni sást víða. AFP

Mikil sprenging varð í gasveri við Baumgarten í austurhluta Vínarborgar, höfuðborgar Austurríkis, í morgun. Einn er látinn eftir sprenginguna og 18 eru særðir samkvæmt upplýsingum viðbragðsaðila.

Sprengingin varð í gasveri sem er ein stærsta móttökustöð á gasi í Evrópu, en þaðan er meðal annars gas flutt frá Rússlandi, Noregi og víðar. Tekur stöðin á móti 40 milljörðum rúmmetra af gasi árlega og er það sent áfram um Evrópu, meðal annars til Þýskalands og norðurhluta Ítalíu.

Ekki er enn vitað um ástæður sprengingarinnar, en hún varð klukkan 7:45 í morgun að íslenskum tíma.

Sprengingin varð í gasveri í Baumgarten í Vínarborg.
Sprengingin varð í gasveri í Baumgarten í Vínarborg. AFP

Talsmaður lögreglunnar í Vínarborg sagði við AFP-fréttastofuna að viðbragðsaðilar hefðu tök á stöðunni.

Baumgarten svæðið er nálægt landamærum Austurríkis og Slóvakíu og hefur lögreglan beðið fólk um að forðast að vera á ferli þar. 




Sprenging í Baumgarten í Vínarborg.
Sprenging í Baumgarten í Vínarborg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert