Fannst látinn eftir ásakanir um kynferðisbrot

Talið er líklegt að Johnson hafi framið sjálfsmorð.
Talið er líklegt að Johnson hafi framið sjálfsmorð. AFP

Þingmaður Repúblikana sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku og sat á ríkisþinginu í Kentucky í Bandaríkjunum fannst látinn í gær en banamein hans var byssuskot í höfuðið. Talið er líklegt að hann hafi framið sjálfsmorð.

Þingmaðurinn, Dan Johnson, hafði áður tjáð sig um málið á Facebook þar sem hann hafði neitað öllum ásökunum um kynferðisbrot. 

„Þessar ásakanir...eru ósannar og Guð og einungis Guð veit sannleikann. Ekkert er eins og fólk lætur það líta út fyrir að vera...GUÐ ELSKAR ALLT FÓLK SAMA HVAÐ,“ skrifaði Johnson en færsla hans var síðar fjarlægð.

Johnson var sakaður um að hafa áreitt 17 ára stúlku eftir veislu fyrsta dag ársins 2012. 

Dánarstjóri Kentucky, David Billings, sagði fréttamönnum að leit hefði hafist að Johnson eftir Facebook-færsluna. Johnson var látinn þegar hann fannst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert