Fundu þrjár fjöldagrafir

AFP

Að minnsta kosti 32 lík hafa fundist í fjöldagröfum í Nayarit-ríki í vesturhluta Mexíkó. Fyrsta fjöldagröfin fannst á laugardag en alls hafa fundist þrjár grafir.

Í fyrstu gröfinni voru níu lík en gröfin var skammt frá bananabýli. Hinar tvær fjöldagrafirnar fundust ekki langt frá. Enn er unnið að uppgreftri en ekki er vitað nákvæmlega hversu gamlar grafirnar eru. 

Nayarit á ríkjamerki að Sinaloa og Jalisco þar sem valdamiklir eiturlyfjahringir ráða lofum og lögum. Samkvæmt opinberum tölum var tilkynnt um hvarf 117 einstaklinga í Nayarit í fyrra.

Um 200 þúsund manns hafa látist í blóðugum átökum eiturlyfjahringja frá því í desember 2006 þegar alríkisstjórnin hóf hernað gegn glæpahringjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert