Harðara eftirlit við landamæri Frakklands og Bretlands

Fundurinn fór fram í London í dag.
Fundurinn fór fram í London í dag. AFP

Bretar og Frakkar hafa náð samkomulagi um að auka öryggisgæslu við landamæri ríkjanna. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafði óskað eftir því sökum þess að hann hafi áhyggjur af þeim fjölda fólks sem freistar þess að ná til Bretlands frá borginni Calais í Norður-Frakklandi.

Macron og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, samþykktu á fund í dag nýjan sáttmála sem snýr að því að herða stjórn á landamærum ríkjanna, að því er segir í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert