Níu fórust í óveðrinu

Níu létust í óveðrinu sem geisaði í norðurhluta Evrópu í gær, þar af sex í Þýskalandi. Samgöngur eru óðum að færast í eðlilegt horf en stöðva þurfti lestarsamgöngur bæði í Hollandi og Þýskalandi í vegna stormsins.

Þýsku járnbrautirnar stöðvuðu akstur allra hraðlesta í gær vegna stormsins sem hefur verið nefndur Friederike. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2007 sem allar lestarsamgöngur stöðvast í landinu vegna óveðurs.

Hundruð starfsmanna járnbrautanna var við vinnu í alla nótt við að hreinsa tré og lausamuni af járnbrautarteinum víða um land en vindhraðinn mældist um og yfir 40 metrar á sekúndu í Þýskalandi og Hollandi í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert