Tveggja saknað eftir eldsvoða

AFP

Tveggja er saknað eftir eldsvoða í þorpi suður af Stokkhólmi í morgun. Óttast er að þeir hafi farist í eldsvoðanum.

Tilkynnt var um eldsvoða í einbýlishúsi í þorpinu Nykvarn klukkan 6 í morgun og þegar slökkvilið kom á vettvang höfðu tveir íbúar komist út af sjálfsdáðum. Þriðja manninum var bjargað úr brennandi húsinu og hann fluttur með töluverða áverka á sjúkrahús.

Ekki er vitað um eldsupptök en rannsókn lögreglu hefst fljótlega. Ekki er talið að um íkveikju hafi verið að ræða.

Frétt SVT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert