Ákærð fyrir að myrða uppkomin börn sín

Lögregla leiðir hér Maree Crabtree inn í bíl, en hún …
Lögregla leiðir hér Maree Crabtree inn í bíl, en hún var handtekin í dag fyrir að hafa myrt tvö barna sinna og fyrir að hafa pyntað það þriðja. Ljósmynd/Lögreglan í Queensland

Áströlsk kona hefur verið handtekinn og ákærð fyrir að hafa myrt tvö uppkomin börn sín og fyrir að hafa pyntað það þriðja. Eru glæpir hennar taldir ná yfir að minnsta kosti fimm ára tímabil.

BBC segir að hin 51 árs Maree Crabtree hafi verið handtekin á Gullnu ströndinni í Queensland í dag. Fullyrðir lögregla að hún hafi myrt 18 ára dóttur sína árið 2012 og 26 ára son sinn í fyrra. Bæði börnin voru fötluð.

Segja yfirvöld ástæðu morðanna vera fjárhagslegan ávinning sem hún hafi haft af þeim. Lögfræðingur Crabree, Emily Lewsey, segir skjólstæðing sinn hins vegar harðneita öllum ásökunum.

Lögregla í Queensland segir aðra dóttur Crabree, en sú er 25 ára, þá hafi sætt pyntingum sem staðið hafi yfir í töluverðan tíma og sem hafi valdið henni „verulegu tjóni“. 

„Þetta eru úthugsaðir og skipulagðir glæpir með fjárhagslegt markmið,“ hefur BBC eftir lögregluvarðstjóranum Mark Thompson. „Þetta eru ekki gjörðir umhyggjusamrar móður.“

Ástralskir fjölmiðlar hafa birt nöfn þeirra barna Crabtree sem eru látin. Þau eru sögð hafa heitið Erin og Jonathan Crabtree og eru sögð hafa fundist látin með fimm ára millibili í sitt hvoru húsinu á Gullnu ströndinni.

Voru þau upphaflega talin hafa tekið eigið líf, en grunsemdir vöknuðu síðar að því er dagblaðið Courier Mail greinir frá.

Fullyrðir lögregla að Maree Crabtree hafi reynt að leggja fram bótakröfur til tryggingafélaga  upp á tæpa milljón ástralskra dollara, eða að andvirði um 86 milljóna íslenskra króna, en kröfurnar eru m.a. til komnar vegna andláts barna hennar.

Hefur Crabtree nú verið ákærð fyrir tvö morð, sem og pyntingar, líkamsárás, tilraun til fjársvika og vopnað rán. Eru nokkrar ákærurnar vegna atvika sem sögð eru hafa átt sér stað í öðrum fylkjum Ástralíu.

„Fjölskyldan á sér langa sögu í New South Wales og öðrum fylkjum Ástralíu,“ sagði hann.

Lögregla segir ekkert frekar verða gefið upp varðandi ákærurnar fyrr en málið fer fyrir rétt. Thompson segir málið þó hafa reynt verulega á þá lögreglumenn sem komið hafa að rannsókninni.

„Það hefur verið skelfileg fyrir rannsakendur að sjá hvað hvað var gert var við börnin og að það yfir langt tímabil,“ sagði hann og kvað lögreglu telja að Crabtree hafa verið eina að verki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert