Nýr formaður nefndar Páfagarðs

AFP

Bandarískur kardínáli, Sean O'Malley, mun stýra nefnd í Páfagarði sem fer með mál tengd barnaníði innan kaþólsku kirkjunnar.

Páfagarður hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi varðandi kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar en fórnarlömb slíks ofbeldis hafa stigið fram víða um heim undanfarna tvo áratugi.

Nefndin hefur verið starfrækt síðan árið 2014 og átti aðeins að starfa tímabundið en henni er ætlað að hrinda af stað úrbótum í málaflokknum. 

Meðal þeirra sem sátu í nefndinni er Marie Collins frá Írlandi en henni var nauðgað af sjúkrahúspresti þegar hún var þrettán ára. Hún hætti í nefndinni fyrir tæpu ári í mótmælaskyni við aðgerðaleysi hennar. 

Briton Peter Saunders, sem einnig er fórnarlamb kynferðisofbeldis innan kirkjunnar, hætti einnig í nefndinni á sínum tíma vegna þess hvernig nefndin tók á málum ítalsks prest sem var sakaður um ítrekuð kynferðisbrot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert