N-Kórea reiðubúin að ræða við Bandaríkin

Moon Jae-in, forseti S-Kóreu, átt í dag fund með norðurkóreskum …
Moon Jae-in, forseti S-Kóreu, átt í dag fund með norðurkóreskum hershöfðingja. AFP

Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að nágrannaríki þeirra í norðri sé reiðubúið til að ræða við bandarísk stjórnvöld. Greint var frá þessu eftir að norðurkóreski hershöfðinginn Kim Yong-chol átti fund með Moon Jae-in, forseta S-Kóreu, fyrir lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna í S-Kóreu. 

Ivanka Trump, dóttir Bandaríkjaforseta, verður viðstödd athöfnina, en bandarískir embættismenn hafa útilokað að eiga fund með sendifulltrúum N-Kóreu. 

Ivanka Trump, dóttir Bandaríkjaforseta, er nú stödd í S-Kóreu þar …
Ivanka Trump, dóttir Bandaríkjaforseta, er nú stödd í S-Kóreu þar sem hún er viðstödd lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna. AFP

Bandaríkjamenn segja að fulltruár N-Kóreu hafi hætt við fund með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna fór fram. 

Sumir líta á sættir á milli ríkjanna á Kóreuskaga sem leið N-Kóreu til að reka fleyg á milli Bandaríkjanna og S-Kóreu. 

Norðurkóreski hershöfðinginn átti fyrr í dag fund með forseta S-Kóreu. Talsmaður forsetans segir að N-Kórea sé reiðbúin að eiga fund með bandarískum yfirvöldum og að N-Kórea sé því sammála að mikilvægt sé að ríkin eigi í samtölum sín á milli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert