14 létust eftir bílsprengju

Frá sprengjuárásinni í febrúar í Mogadishu í Sómalíu.
Frá sprengjuárásinni í febrúar í Mogadishu í Sómalíu. AFP

Að minnsta kosti 14 manns létust og fjölmargir særðust þegar bílsprengja sprakk fyrir utan hótel í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 

„Sprengingin var gríðarlega hávær. Fjöldi látinna er þegar orðinn 14 og fjölmargir særðust,“ segir Abdiazis Ali Ibrahim, talsmaður öryggismálaráðuneytisins, við AFP-fréttastofuna. 

Fjöldi fólks var á götum úti þegar sprengjan sprakk enda margir á leið heim úr vinnu.  

Enn sem komið er er ekki vitað hverjir bera ábyrgð á árásinni. 

Í síðasta mánuði fórust á fjórða tug manns og um tveir tugir særðust þegar tvær bíl­sprengj­ur sprungu skammt frá for­seta­höll­inni og hót­eli í Moga­dis­hu. Hryðju­verka­sam­tök­in Shabaab báru ábyrgð á þeirri árás.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert