Finnar beðnir um að handtaka Puigdemont

Carles Puigdemont, fyrrverandi for­seti heima­stjórn­ar Katalón­íu með finnska þingmanninum Mikko …
Carles Puigdemont, fyrrverandi for­seti heima­stjórn­ar Katalón­íu með finnska þingmanninum Mikko Kärnä eftir komuna til Finnlands. Finnsk yfirvöld hafa nú verið beðin um að handtaka Puigdemont. AFP

Yfirvöld í Finnlandi hafa fengið senda handtökubeiðni frá spænskum yfirvöldum vegna Carles Puigdemont, fyrr­ver­andi for­seta heima­stjórn­ar Katalón­íu. Að sögn BBC var handtökuskipanin gefinn út á föstudag, degi eftir komu Puigdemont til Finnlands.

Puigdemont hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu frá því í október í fyrra, skömmu eftir atkvæðagreiðslu Katalóníubúa um sjálfstæði fylkisins, sem spænsk yfirvöld segja ólöglega.

AFP-fréttastofan greindi frá því nú á fimmta tímanum að Puigdemont hafi yfirgefið Finnlandi og sé aftur á leiðinni til Belgíu.

Mikil spenna er í Katalóníu og leiðtogar aðskilnaðarsinna í héraðinu hafa nú hætt við áætlanir um að útnefnda nýjan forseta heimstjórnarinnar eftir að fimm leiðtogar aðskilnaðarsinna voru dæmdir í gæsluvarðhald, m.a. Jordi Turull, frambjóðanda til forsetaembættisins í Katalóníuhéraði.

Þúsundir tóku þátt í mótmælum í Katalóníu í gærkvöldið eftir varðhaldsúrskurðinn, en fimmmenningunum er gert að sæta varðhaldi þar til réttað verður yfir þeim. En dómari hafnaði kröfu um að fengju að ganga lausir gegn tryggingu og sagði of mikla hættu á að þeir flýðu land.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert