7.667 drepnir á þremur mánuðum

Lögreglumaður á verði í ríkinu Guerrero sem er eitt það …
Lögreglumaður á verði í ríkinu Guerrero sem er eitt það fátækasta í Mexíkó. Glæpir í hverfinu eru einnig tíðir. AFP

Alls voru 7.667 manns drepnir í Mexíkó á fyrsta fjórðungi þessa árs, sem er 20 prósenta aukning frá því á sama tíma í fyrra.

Þar með er árið til þessa orðið það ofbeldisfyllsta í tvo áratugi, samkvæmt opinberum tölum.

Á sama tíma í fyrra höfðu 6.406 manns verið drepnir.

Versti mánuðurinn það sem af er ári var í mars þegar 2.729 manns voru drepnir. Flestir þeirra voru skotnir til bana.

Gengjum sem stunda eiturlyfjasölu hefur fjölgað í Mexíkó. Auk þess stela gengin eldsneyti, stunda mannrán, fjárkúgun og aðra glæpi.

Alls voru 25.339 manns drepnir í Mexíkó á síðasta ári, sem var það mesta síðan talningar hófust tíu árum fyrr.

Hinn 1. júlí verða þing- og forsetakosningar í landinu.

Lögreglumenn fyrir utan kirkju þar sem presturinn Juan Miguel Contreras …
Lögreglumenn fyrir utan kirkju þar sem presturinn Juan Miguel Contreras Garcia var skotinn til bana í bænum Tlajomulco de Zuniga í Jalisco-ríki í Mexíkó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert