Abbas aftur á sjúkrahús

Mahmud Abbas, forseti Palestínu.
Mahmud Abbas, forseti Palestínu. AFP

 Mahmud Abbas, forseti Palestínu, var lagður inn á sjúkrahús í dag vegna brjóstverkja. Þá var hann með háan hita en hann undirgekkst aðgerð á eyra í síðustu viku. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir heimildum.

Abbas er83 ára. Hann var lagður inn á Istishari Arab-sjúkrahúsið í Ramallah á Vesturbakkanum.

„Forsetinn mun dvelja á sjúkrahúsi að minnsta kosti þangað til á morgun,“ segir heimildarmaður AFP. Þetta er í þriðja sinn á einni viku sem Abbas er lagður inn á sjúkrahús.

Á þriðjudag fór Abbas í aðgerð á eyra sem sögð var minniháttar. Síðdegis í gær var hann lagður inn til frekari rannsókna en útskrifaður skömmu síðar. 

Hann var svo aftur lagður inn síðdegis í dag. Heimildarmaður AFP segir að niðurstöður rannsókna séu jákvæðar og gaf í skyn að hann væri á batavegi.

Heilsufar Abbas er oft í fréttum. Í febrúar fór hann m.a. til Bandaríkjanna til rannsókna. Hann var kosinn forseti Palestínu til fjögurra ára árið 2005 en síðan þá hefur ekki verið kosið og því situr hann enn á valdastóli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert