Umbótaáætlunum Macron mótmælt enn á ný

Um­bóta­áætl­un­um for­seta Frakk­lands, Emm­anu­el Macron, var mótmælt í París og …
Um­bóta­áætl­un­um for­seta Frakk­lands, Emm­anu­el Macron, var mótmælt í París og víðar í Frakklandi í dag. AFP

Tugþúsundir manns mættu í kröfugöngur víðs vegar í Frakklandi í dag til að mót­mæla um­bóta­áætl­un­um for­seta Frakk­lands, Emm­anu­el Macron.

60 stéttarfélög, stjórnmálaöfl og verkalýðsfélög standa að mótmælunum sem eru liður í röð mót­mæla og verk­falla op­in­berra starfs­manna und­an­farn­ar vik­ur en þeir eru ósátt­ir við áætlan­ir Macron um að draga úr op­in­ber­um út­gjöld­um, rifa segl­in í fjölda rík­is­starfs­manna og end­ur­skipu­lagn­ingu á rekstri franska rík­is­ins.

Heldur fámennara var í mótmælunum í dag en verið hefur upp á síðkastið. Tölum ber þó ekki saman. Lögreglan í París segir að um 21.000 manns hafi komið saman í París og mótmælt en verkalýðsfélagið CGT heldur því fram að 80.000 manns hafi mótmælt í París og 250.000 samtals um allt land.

Macron sagði í heimsókn sinni hjá forseta Rússlands í gær að mótmælin myndu ekki stöðva hann í að ná fram umbótaáætlunum sínum. „Ég mun ekki láta stjórnast af mótmælasamkomum, við höfum gert of mikið af því í fortíðinni,“ sagði Macron.

Mótmælin í dag koma í kjölfar verkfalla opinberra starfsmanna á þriðjudag sem lömuðu atvinnulíf Frakk­lands þar sem starfsmennirnir tóku þátt í sól­ar­hringsvinnu­stöðvun járnbrautar­starfs­manna. Öll stétt­ar­fé­lög op­in­berra starfs­manna studdu verk­fallið en slík samstaða er sjald­séð í Frakklandi. Síðast gerðist það fyr­ir tíu árum.

„Á móti Macron og hans heimi, öll sem eitt,“ segja …
„Á móti Macron og hans heimi, öll sem eitt,“ segja Parísarbúar sem eru mótfallnir breytingum sem forsetinn vill gera í opinbera geiranum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka