Skutu á hóp flóttafólks

Fjölmargir reyna að flýja frá Líbýu til Evrópu.
Fjölmargir reyna að flýja frá Líbýu til Evrópu. AFP

Smyglarar skutu á hóp flóttafólks sem reyndi að flýja aðsetur þeirra í norðurhluta Líbýu í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum lækna án landamæra létust að minnsta kosti 15 af þeim 100 sem reyndu að flýja. 

Flestir flóttamenn frá ríkjum sunnan Sahara reyna að komast yfir Miðjarðarhafið til Evrópu frá Líbýu. Samkvæmt upplýsingum frá Læknum án landamæra eru flestir þeirra sem lifðu skotárásina unglingar frá Erítreu, Eþíópíu og Sómalíu. 

Ástæðan fyrir því að fólkið reyndi að flýja frá smyglurunum er sú að smyglararnir höfðu selt fólkið til mansalshrings en fólkið hafði verið í haldi í langan tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert