Öflugur jarðskjálfti við suðurströnd Grikklands

Kortið sýnir grísku borgina Methoni við suðurströnd landsins.
Kortið sýnir grísku borgina Methoni við suðurströnd landsins. Kort/Google

Jarðskjálfti af stærðinni 5,5 varð undan suðurströnd Grikklands skammt frá Methoni í dag. Annar skjálfti, sem er sagður hafa verið 3,3 að stærð, varð svo norður af Grikklandi, nálægt Þessalóníku.

Bandaríska jarðvísindastofnunin greinir frá þessu og segir að fyrsti skjálftinn hafi orðið snemma í morgun. Dimitris Kafantaris, bæjarstjóri Pylos, sem er smábær á suðvesturströnd landsins sagði að skjálftinn hefði varað í nokkurn tíma og og að fólk hefði í fyrstu verið nokkuð áhyggjufullt, að því er segir á vef The Independent.

Gríska jarðvísindastofnunin telur að skjálftamiðjan hafi verið í Jónahafi á um sjö km dýpi.

Bandaríska jarðvísindastofnunin segir hins vegar að skjálftinn hafi verið á 29 km dýpi og skjálftamiðjan um 26 km frá Methoni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert