Réttað yfir konunum í haust

Doan Thi Huong flutt úr dómsal í nótt.
Doan Thi Huong flutt úr dómsal í nótt. AFP

Konunum sem eru sakaðar um að hafa myrt hálfbróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hefur verið greint frá því að næg sönnunargögn séu gegn þeim til að réttað verði í málinu og að réttarhöldin hefjist í nóvember.

Siti Aisyah og Doan Thi Huong eru sagðar hafa makað taugaeitrinu VX framan í Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un. Atvikið átti sér stað á flugvellinum í Kuala Lumpur í Malasíu í febrúar í fyrra.

Konurnar segjast ekki hafa vitað að þær hvað þær væru að gera og töldu sig vera að taka þátt í einhvers konar raunveruleikasjónvarpi þar sem ætlunin var að hrekkja fólk. 

Verði þær fundnar sekar um morð gætu þær verið dæmdar til dauða. Fjórir norður-kóreskir útsendarar hafa einnig verið ákærðir vegna málsins.

Kim Jong-nam bjó í út­legð í Macau í Kína, en hann hafði gagn­rýnt stjórn fjöl­skyldu sinn­ar í Norður-Kór­eu og segja suðurkór­esk­ir þing­menn að Kim Jong-un hafi fyr­ir­skipað að hann skyldi líf­lát­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert