Barist í Kabúl

AFP

Átök blossuðu upp í höfuðborg Afganistan, Kabúl, í nótt milli vígamanna og hermanna í gamla hluta borgarinnar. Meðal annars var níu eldflaugum varpað á hverfið en ekki er vitað hverjir voru á bak við árásina.

Fyrir nokkrum dögum bauð forseti Afganistan, Ashraf Ghani, talibönum upp á vopnahlé í þrjá mánuði. Vígamenn skjóta úr þyrlum á Eidgah-moskuna í Reka Khana-hverfinu og þar liggur þykkur reykur yfir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert