Fundurinn verður á fimmtudaginn

Ásak­an­ir Ford rötuðu í banda­ríska fjöl­miðla fyrr í september, en …
Ásak­an­ir Ford rötuðu í banda­ríska fjöl­miðla fyrr í september, en hún seg­ir at­vikið hafa átt sér stað í ung­linga­sam­kvæmi árið 1982. AFP

Christ­ine Blasey Ford, sem hef­ur sakað Brett Kav­an­augh, dóm­ara­efni Don­ald Trumps Banda­ríkja­for­seta, um kyn­ferðis­legt of­beldi þegar þau voru á tán­ings­aldri, hef­ur samþykkt að bera vitni fyr­ir dóms­mála­nefnd banda­rísku öld­unga­deild­ar­inn­ar næstkomandi fimmtudag. Í gær var tilkynnt að hún kæmi fyrir nefndina í næstu viku en nú hefur lögmaður hennar staðfest að það verði á fimmtudaginn. AFP-fréttastofan greinir frá.

Áður hafði verið greint frá því að nefndin vildi að fundurinn færi fram á mánudag, en skilyrði Ford væri að hann yrði á fimmtudaginn. Það virðist hafa verið samþykkt.

„Við samþykktum að hún kæmi fyrir nefndina fimmtudaginn 27. september, klukkan 10. Þrátt fyrir að hafa fengið bæði líflátshótanir og haturspósta telur Ford það mikilvægt fyrir öldungadeildina að heyra hvað hún hefur að segja,“ segir í yfirlýsingu frá lögmanni Ford.

Ásak­an­ir Ford rötuðu í banda­ríska fjöl­miðla fyrr í september, en hún seg­ir at­vikið hafa átt sér stað í ung­linga­sam­kvæmi árið 1982. Þar hafi Kav­an­augh, í fé­lagi við ann­an ung­an mann, rekið hana inn í svefn­her­bergi í ung­linga­sam­kvæmi á heim­ili í Mont­gomery-sýslu. Þeir hafi báðir verið mjög ölvaðir og fé­lag­inn hafi horft á meðan Kav­an­augh hafi reynt að koma sínu fram í rúmi í her­berg­inu, þuklað á henni og mis­notað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert