Raðnauðgari handtekinn í Póllandi

AFP

Armenskur glæpamaður sem var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir hrottalegar nauðganir og árásir í belgíska strandbænum Oostende árið 2015 var handtekinn í Szczecin í Póllandi í síðustu viku. Maðurinn var á lista Europol yfir eftirlýsta glæpamenn í álfunni.

Þegar maðurinn, sem er þrítugur að aldri, var handtekinn var hann með fölsuð skilríki frá þremur ríkjum, Rúmeníu, Belgíu og Grikklandi.

Þegar hann var dæmdur í Belgíu árið 2015 var hann dæmdur fyrir nokkrar nauðganir, að hafa ógnað fórnarlömbum sínum með vopni auk fjölmargra annarra árása á tveggja ára tímabili, 2011 og 2012. Hann flúði úr landi og hefur verið á flótta síðan þá.

Belgísk yfirvöld hafa þegar farið fram á framsal hans.

Frétt Europol

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert