Ástrali dæmdur sekur um sex morð

Árás var gerð við þessa sömu götu síðasta föstudag.
Árás var gerð við þessa sömu götu síðasta föstudag. AFP

Tæplega þrítugur Ástrali, sem ók vísvitandi á fólk í Melbourne í janúar í fyrra, var í dag dæmdur sekur um morð. Sex létust, þar á meðal tvö börn.

Maðurinn, James Gargasoulas, neitaði ekki að hafa ekið á fólkið en að guð hafi sagt sér að keyra á fólkið en Gargasoulas var undir áhrifum fíkniefna  þegar atvikið átti sér stað við Bourke street, vinsæla verslunargötu í miðborg Melbourne, í janúar í fyrra.

Kviðdómur var innan við klukkustund að kveða upp úrskurð sinn um að Gargasoulas væri sekur í 33 ákæruliðum, þar af um sex morð. 

Þau sem létust; Bhavita Patel, 33 ára, Matthew Si, 33 ára, Yosuke Kanno, 25 ára, Jess Mudie, 22 ára, Thalia Hakin, 10 tíu ára, og Zachary Bryant sem var aðeins þriggja mánaða gamall. Gargasoulas hægði ekki einu sinni á sér þegar kerran sem Zachary var í lenti á framrúðu bifreiðar hans.

Gargasoulas sagði við réttarhöldin að hann sæi mjög eftir því að hafa ekið á fólkið og vildi biðjast afsökunar en hann viti að það muni ekki laga þann skaða sem hann olli með gjörðum sínum. Ekkert frekar en löng vist í fangelsi muni gera.

Myndskeið sem sýnir Gargasoulas undir stýri skömmu áður en hann ók á fólkið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert