Ráðherra segir af sér

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir að væntanlega verði Brexit-samningurinn tekinn fyrir á leiðtogafundi ESB 25. nóvember. Shailesh Vara, sem fer með málefni Norður-Írlands í bresku ríkisstjórninni, sagði af sér í morgun. Vara segir að samningurinn sem Theresa May forsætisráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni og var samþykktur í gær, sé ekki Bretlandi til hagsbóta og hann valdi því að ríkið glati fullveldi sínu og sjálfstæði. Vera greindi frá afsögn sinni á Twitter. 

Tusk segir að ef ekkert óvænt komi upp á verði samningurinn tekinn fyrir í leiðtogaráðinu sunnudaginn 25. nóvember klukkan 9:30 að morgni. Samningurinn verður ræddur í breska þinginu í dag en alls er hann 585 blaðsíður að lengd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert