Mynduðu skýstrokk á Ítalíu

Skýstrokkur.
Skýstrokkur. Ljósmynd/Wikipedia.org

Myndband náðist af gríðarstórum skýstrokki færa sig frá sjónum og yfir til borgarinnar Salerno í suðvesturhluta Ítalíu í dag.

Sjónarvottar fylgdust með þegar skýstrokkurinn olli miklum usla og feykti hlutum í burtu í hafnarborginni. Engar fregnir bárust af slysum á fólki, að sögn BBC.

Skýstrokkurinn var á ferðinni klukkan 15 að staðartíma, eða klukkan 14 að íslenskum tíma, en myndbandinu hefur verið deilt víða á netinu.

Skýstrokkur yfir vatni er kröftugur bylur sem er fljótur að fjara út þegar hann nær landi.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert