Beitti táragasi á mótmælendur

Mótmælendum lendir saman við lögreglu í Brussel í dag.
Mótmælendum lendir saman við lögreglu í Brussel í dag. AFP

Þúsundir komu saman í Brussel í dag til að mótmæla samningi Sameinuðu þjóðanna um farendur (e.migration) sem samþykktur var í Marrakesh í Marokkó í síðustu viku. Ísland var meðal þeirra ríkja sem tóku þátt í af­greiðslunni.

Flæmskir hægriöfgaflokkar efndu til mótmælagöngunnar, sem var haldin í nágrenni helstu stofnana Evrópusambandsins, en mótmælendur líkt og aðrir gagnrýnendur samningsins óttast að hann leiði til þess að hælisleitendum fjölgi.

Lögregla beitti bæði táragasi og sprautaði vatni á mótmælendur eftir á átök brutust út. BBC segir um 5.500 manns hafa tekið þátt í mótmælunum. Um 1.000 manns komu þá saman á öðrum stað í miðborginni þar sem hópur fólks hlynnt hælisleitendum kom saman.

Flæmskir hægriöfgaflokkar efndu til mótmælagöngunnar, sem var haldin í nágrenni …
Flæmskir hægriöfgaflokkar efndu til mótmælagöngunnar, sem var haldin í nágrenni helstu stofnana Evrópusambandsins. AFP

164 ríki, þeirra á meðal Ísland, undirrituðu samkomulagið i Marokkó.

Nokkur ríki ESB, m.a. Austurríki, Ítalía, Pólland og Slóvakía, sem og Bandaríkin, neituðu hins vegar að fallast á samkomulagið sem er sagt skapa grund­völl fyr­ir sam­vinnu ríkja í mill­um og fyr­ir sam­hæf­ingu aðgerða í mála­flokkn­um, þá fel­ur hún hins veg­ar ekki í sér laga­leg­ar skuld­bind­ing­ar og tek­ur mið af full­veld­is­rétti ríkja.

Lögregla sprautaði vatni á mótmælendur og beitti táragasi.
Lögregla sprautaði vatni á mótmælendur og beitti táragasi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert