Hæfni ræður vali á innflytjendum

Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, mun í dag kynna breytingar sem …
Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, mun í dag kynna breytingar sem verða gerðar á innflytjendalöggjöf landsins. AFP

Innflytjendakerfi þar sem fagkunnátta ræður för er eitt af því sem breski innanríkisráðherrann mun leggja til varðandi vernd landamæra Bretlands þegar frjáls för fólks frá ríkjum Evrópusambandsins rennur skeið sitt á enda.

Samkvæmt frétt BBC mun Sajid Javid kynna þessar hugmyndir fljótlega en gert er ráð fyrir því að hæfileikar og sérfræðiþekking fólks ráði því hvort fólk fær leyfi til að setjast að í Bretlandi frekar en hvaðan það kemur.

Fyrsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, Nicola Sturgeon, sést …
Fyrsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, Nicola Sturgeon, sést hér heimsækja nýja deild við sjúkrahús í Dundee. AFP

Innflytjendakerfið á að taka gildi árið 2021 og eru það einkum læknar og verkfræðingar sem eiga möguleika á að setjast að í Bretlandi. Enn er deilt um það meðal ráðherra innan ríkisstjórnarinnar hvort setja eigi skilyrði um að viðkomandi sé með einhver ákveðin lágmarkslaun. Telja einhverjir ráðherrar að þetta geti takmarkað möguleika viðskiptalífsins til að sækja sér nýtt starfsfólk. Heimildir BBC herma að náðst hafi samkomulag þar um en þetta verður kynnt fyrir hádegi í dag.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert