Þriðji Kanadamaðurinn handtekinn

AFP

Þriðji Kanadamaðurinn hefur verið handtekinn í Kína, samkvæmt fréttum kanadískra fjölmiðla. Handtökurnar eru taldar tengjast handtöku fjármálastjóra Huawei nýverið í Kanada.

Talsmaður utanríkisráðuneytis Kanada staðfestir að ráðuneytið viti af handtökunni en hefur ekki upplýst um hver maðurinn er. 

Talskona utanríkisráðuneytis Kína, Hua Chunying, sagði á fundi með blaðamönnum að hún hafi ekki heyrt af málinu.  

Kanadísk­ur kaup­sýslumaður sem er bú­sett­ur í Dandong, Michael Spa­vor, og Michael Kovrig, sem er fyrrverandi stjórnarerindreki Kanada, hafa verið í haldi í Kína í einhvern tíma. 

Sam­kvæmt kín­versk­um rík­is­fjöl­miðlum eru þeir grunaðir um að hafa ógnað ör­yggi kín­verska rík­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert