Cameron ræddi við blaðamenn á hlaupum

David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins.
David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins. AFP

David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, sér ekki eftir að hafa boðað til atkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu fyrir rúmum tveimur árum.

„Þetta er loforð sem ég veitti tveimur árum fyrir kosningarnar 2015 [...] en augljóslega sé ég eftir því að við töpuðum atkvæðagreiðslunni, ég studdi veru Bretlands í ESB,“ sagði Cameron þegar blaða- og fréttamenn náðu tali af honum rétt fyrir hádegi þegar hann var á leiðinni út að hlaupa, enda hefur hann engum skyldum að gegna gagnvart breska þinginu í dag.

David Cameron gaf sér smá tíma til að ræða við …
David Cameron gaf sér smá tíma til að ræða við blaðamenn um Brexit áður en hann hélt áleiðis í hádegisskokkið. Skjáskot/BBC

Cameron segist jafnframt styðja Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtoga Íhaldsflokksins. Vantrauststillaga gegn ríkisstjórn hennar hefur verið lögð fram og hefjast umræður um tillöguna eftir hádegi áður en gengið verður til atkvæðagreiðslu klukkan 19.

„Ég styð markmið hennar að semja við Evrópusambandið um útgönguna,“ sagði ráðherrann fyrrverandi áður en hann spretti úr spori, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan: 

Þingfundur hófst á breska þinginu klukkan 12 og hér er hægt að fylgjast með beinni lýsingu Breska ríkisútvarpsins af framvindu mála. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert