Eftirlit með öfgahægrisinnum eflt

Íslam á ekki heima í Þýskalandi samkvæmt fylgismönnum AfD.
Íslam á ekki heima í Þýskalandi samkvæmt fylgismönnum AfD. AFP

Þýska leyniþjónustan hefur aukið eftirlit sitt með hægriflokknum Alternativ für Deutschland (AfD) vegna gruns um öfgastefnu innan flokksins.

AfD er aðalstjórnarandstöðuflokkurinn í Þýskalandi, en hann hlaut 94 af 709 sætum neðra þingsins í sínum fyrstu kosningum 2017.

BBC greinir frá því að leyniþjónustan muni þó ekki ganga svo langt að beita heimildarmönnum eða hlerunum í eftirliti sínu með flokknum, sem lítur á íslam sem ógn við þýsk gildi og leggur mikla áherslu á herta innflytjendalöggjöf.

Búist er við góðu gengi flokksins, líkt og annarra evrópskra þjóðernisflokka, í kosningum Evrópuþingsins nú í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert