Nýtt öryggiskerfi kvöldið áður

Heimili Tom Hagen og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen.
Heimili Tom Hagen og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. AFP

Sá sem setti upp nýtt öryggiskerfi á heimili Anne-Elisabeth Hagen er væntanlega sá síðasti sem sá hana áður en hún hvarf að því er fram kemur í frétt VG. Starfsmaður Verisure var á heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi um áttaleytið kvöldið áður. 

Talið er að Anne-Elisabeth Hagen hafi verið rænt af heimili sínu fyrri hluta dags 31. október. Síðasta sem vitað er af henni er símtal klukkan 9:14 þann morgun. Öryggiskerfi voru sett upp á fleiri stöðum í nágrenninu þetta sama kvöld.

Samkvæmt VG var þegar öryggiskerfi á heimili hjónanna Anne-Elisabeth og Tom Hagen en það var orðið gamalt og úrelt. Nýja kerfið á að vera með þjófavörn, innrauðum skynjurum sem eiga að skynja það strax ef einhver brýst inn í húsið.

Frétt VG

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert