Tveir látnir í eldsvoða á skíðasvæði

Frá Courchevel.
Frá Courchevel. AFP

Tveir létust í eldsvoða og 14 eru slasaðir, þar af fjórir alvarlega, eftir eldsvoða á skíðasvæðinu Courchevel í frönsku Ölpunum í nótt. 

Samkvæmt fyrstu fréttum kviknaði eldurinn í þriggja hæða húsi fyrir dagrenningu og var um 60 starfsmönnum á skíðasvæðinu bjargað út úr eldhafinu. Slökkviliðsmenn fundu tvo látna á þeim stað hússins sem fór verst út úr eldsvoðanum. Þrír af þeim sem eru mest slasaðir voru fluttir með þyrlum á sjúkrahús. 

Ekki er vitað um eldsupptök en búið er að ná tökum á eldinum.

Courchevel er hluti af stærsta samtengda skíðasvæði heims, Dölunum þremur í frönsku Ölpunum, Les Trois Vallées.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert