Trump tístir um landráð

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að meintar viðræður aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna um að koma honum frá völdum árið 2017 hafi verið hluti af ólöglegri árás gegn honum sem feli í sér landráð.

Að sögn Andrew McCabe, sem var starfandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, ræddi Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra þennan möguleika eftir að Trump rak James Comey sem forstjóra FBI en McCabe tók við starfi hans.

Ro­sen­stein, sem hefur neitað því að hafa rætt þetta, er sagður hafa talað um mögu­leik­ann á því að virkja 25. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar.

McCabe og Rosenstein „litu út fyrir að vera að skipuleggja lögbrot og þeir náðust…“ sagði Trump á Twitter og bætti við að um landráð hafi verið að ræða.

Forsetinn hefur margoft gagnrýnt rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningaherferð hans og segir þær vera nornaveiðar.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert