Þvinganir útiloka samkomulag

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna í gær.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna í gær. AFP

Ákvörðun bandarískra yfirvalda um að beita Íran hertum viðskiptaþvingunum veldur því að ekki er möguleiki á að ríkin nái samkomulagi sín á milli, segir talsmaður utanríkisþjónustu Íran, Abbas Mousavi.

Mousavi greinir frá þessu í færslu á Twitter. Hann segir að með því að beita leiðtoga Íran, Ayatollah Ali Khamenei, og utanríkisráðherra landsins, Mohammad Javad Zarif, þvingunum hafi bandarísk stjórnvöld tryggt að ekki sé mögulegt fyrir Íran að semja við ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert