Varð fyrir öldu og hálsbrotnaði

Lee Dingle ásamt fjölskyldu sinni.
Lee Dingle ásamt fjölskyldu sinni. Ljósmynd/Instagram

Sex barna faðir frá Norður-Karólínu-ríki í Bandaríkjunum lést eftir að alda skall á honum með þeim afleiðingum að hann hálsbrotnaði. 

Lee Dingle, 37 ára, var að leika sér með þremur af börnum sínum á strönd Oak-eyju á fimmtudag þegar aldan skall á honum og hann féll til jarðar. Við höggið hálsbrotnaði Dingle og náði hann ekki að anda vegna meiðsla sinna í of langan tíma. Hann var úrskurðaður látinn daginn eftir, á föstudag, þrátt fyrir tilraunir björgunaraðila til að endurlífga hann. 

Eiginkona Dingle, Shannon, greindi frá andláti eiginmanns síns á samfélagsmiðlum í gær. Þá sögðu samstarfsfélagar Dingle í samtali við CNN að hans yrði sárt saknað, en Dingle hafði fengið stóra stöðuhækkun á vinnustað sínum aðeins tveimur vikum fyrir andlát sitt.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert