Eignir „hákarla“ í Samherjamálinu frystar

Sacky Shanghala, fráfarandi dómsmálaráðherra Namibíu, (t.v.) ásamt Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara …
Sacky Shanghala, fráfarandi dómsmálaráðherra Namibíu, (t.v.) ásamt Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara og þáverandi starfsmanni Samherja, árið 2014. Ljósmynd/Wikileaks

Banka­reikn­ingar í eigu tveggja namibískra manna sem  tengjast Samherjamálinu hafa verið frystir í tengslum við rannsókn á meintri mútuþægni þeirra. Þetta kemur fram í prentútgáfu namibíska dagblaðsins The Namibian, sem kemur út á morgun, en Kjarninn greindi fyrstur frá íslenskra miðla.

Um er að ræða þá Shacky Shang­hala, sem sagði í vikunni af sér sem dóms­mála­ráð­herra landsins og Tam­son Hatukulipi, sem er tengda­sonur Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra landsins.

Í fréttinni segir enn fremur að þeir Shangala og Hatukulipi hafi nýverið farið til Höfðaborgar í Suður-Afríku og ekki snúið aftur til Namibíu.

Hatukulipi var í fréttaskýringaþættinum Kveik sagður hafa kynnt lykilstjórnendur Samherja fyrir Esau. Hann, Esau, Shangala og James Hatukulipi hafi síðan myndað kjarn­ann í hópi þeirra valda­manna sem tóku við mútu­greiðslum frá Sam­herja fyrir ódýrt aðgengi að hrossa­makríl­skvóta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert