Þurfa að vera þrettán fyrir Instagram

Nýir notendur á Instagram þurfa að vera orðnir 13 ára.
Nýir notendur á Instagram þurfa að vera orðnir 13 ára. AFP

Instagram ætlar að biðja nýja notendur sína um að staðfesta að þeir séu að minnsta kosti þrettán ára þegar þeir skrá sig á samfélagsmiðilinn, sem er í eigu Facebook.

Með þessu vonast Instagram til að vera í takt við bandarísk lög og eigin stefnu þar sem kemur fram að notendur skuli vera að minnsta kosti þrettán ára.

Fram kemur í tilkynningu frá samfélagsmiðlinum að þetta hjálpi til við að koma í veg fyrir að fólk undir lögaldri gangi til liðs við hann. Einnig verði þetta til þess að öryggi ungs fólks aukist og upplifunin á síðunni verði yfirhöfuð meira í takt við aldur.

Tilkynningin kemur dagi eftir grein á fréttasíðunni TechCrunch þar sem sagt var frá þessum misbresti hjá Instagram.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert