Aldrei fleiri smit á einum sólarhring

Útbreiðsla faraldursins í Bandaríkjunum hefur þau áhrif í sumum ríkjum …
Útbreiðsla faraldursins í Bandaríkjunum hefur þau áhrif í sumum ríkjum að hætt hefur verið við afléttingu takmarkana, meðal annars í Texas þar sem flest tilfelli greindust í Bandaríkjunum í gær. AFP

Yfir fimmtíu þúsund greindust með kórónuveiruna í Bandaríkjunum síðastliðinn sólarhring og hafa aldrei verið fleiri. Flest tilfellanna greindust í Texas, rúmlega átta þúsund, en næstflest í Flórída og Kaliforníu, um 6.500. 

Staðfest smit í Bandaríkjunum eru nú tæplega 2,7 milljónir og dauðsföllin 128.028 samkvæmt upplýsingum frá Johns Hopkins-háskóla

Faraldurinn er enn í hröðum vexti í heiminum og fjöldi smita á einum sólarhring í Bandaríkjunum var ekki eina metið sem slegið var í gær en samkvæmt hagtöluvefnum Worldometers hafa dagleg tilfelli á heimsvísu aldrei verið fleiri en í gær þegar tæplega 197 þúsund tilfelli voru greind. Fyrra met er frá 26. júní þegar um 195 þúsund tilfelli voru greind á einum sólarhring. 

Útbreiðsla faraldursins í Bandaríkjunum hefur þau áhrif í sumum ríkjum að hætt hefur verið við afléttingu takmarkana, þrátt fyrir alvarleg efnahagsleg áhrif sem faraldurinn hefur haft, meðal annars í Texas. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert