Viðurkenna ekki Lúkasjenkó sem forseta

Þjóðverjar viðurkenna ekki Alexander Lúkasjenkó sem forseta Hvíta-Rússlands.

Talsmaður þýskur ríkisstjórnarinnar greindi frá þessu í dag og sagði „lýðræðislegt réttmæti“ ekki hafa verið til staðar í endurkjöri hans.

Lúkasjenkó er hann sór embættiseiðinn í morgun.
Lúkasjenkó er hann sór embættiseiðinn í morgun. AFP

„Lágmarksskilyrðum lýðræðislegra kosninga var ekki fullnægt. Þær voru hvorki sanngjarnar né frjálsar. Þess vegna getur maður ekki viðurkennt niðurstöður þessara kosninga,“ sagði talsmaðurinn Steffen Seibert eftir að Lúkasjenskó sór embættiseið fyrir luktum dyrum í morgun.

Seibert sagði það jafnframt segja margt að enginn hafi frétt af athöfninni fyrirfram og að almenningur hafi ekki fengið að fylgjast með henni.

Steffen Seibert.
Steffen Seibert. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert