Sagði að heilbrigðisráðherrann væri „vonlaus“

Dominic Cummings.
Dominic Cummings. AFP

Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, hefur birt skjáskot af skilaboðum sem innihalda fremur eldfim orð er virðast vera frá Johnson, þar sem forsætisráðherrann kallar heilbrigðisráðherrann, Matthew Hancock, „vonlausan“.

BBC greinir frá

Þetta eru nýjustu fregnir í deilum Cummings og Hancocks vegna þess hvernig stjórnvöld hafa tekið á kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi og er það fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherrans sem sakar Hancock um að hafa reynt að endurskrifa viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldrinum á nefndarþingi í síðustu viku.

Sms-skilaboðin umræddu.
Sms-skilaboðin umræddu. Skjáskot af vefsíðu BBC

Skrifstofa forsætisráðherrans neitar ekki áreiðanleika skilaboðanna sem Cummings gerði opinber, samkvæmt fréttstofu BBC.

Þá sagði opinber talsmaður forsætisráðherrans að Johnson bæri fullt traust til heilbrigðisráðherra. „Ætlun okkar er ekki að skoða þessi tilteknu skjáskot heldur koma til skila forgangsröðun almennings,“ bætti hann við. Cummings tekur þá einnig mið af forsætisráðherranum og fullyrðir að hann og Hancock hafi báðir „ítrekað logið um mistök“ um fyrstu viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldrinum.

„Ef nr. 10 (skrifstofa forsætisráðherrans) er reiðubúin til þess að ljúga um slík lífsnauðsynleg málefni sem varða líf og dauða þá er ekki hægt að treysta þeim á tímum Covid, né í neinum öðrum mikilvægum málum,“ skrifar Cummings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert