Sólgleraugu kveikjan að bruna í bíl

Tjónið er talsvert.
Tjónið er talsvert. Ljósmynd/Slökkviliðið í Nottinghamshire

Slökkvilið í Bretlandi vara nú við því að skilja hluti með endurskini eftir í sólarljósi. Fyrr í dag kviknaði eldur í bíl í Bretlandi og er talið víst að sólgleraugu, sem skilin voru eftir á mælaborði bílsins, hafi verið kveikjan að eldinum.

BBC greinir frá.

Slökkviliðið í Nottinghamshire sá um að slökkva eldinn. Eins og sjá má á mynd sem slökkviliðið hefur deilt á Facebook er tjónið talsvert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert