Háttsettur leiðtogi Hamas drepinn

Loftárás Ísraela á Gasaborg í gær.
Loftárás Ísraela á Gasaborg í gær. AFP

Háttsettur leiðtogi Hamas-samtakanna, Marwan Issa, fórst í loftárás Ísraelshers.

Jake Sullivan, embættismaður í Hvíta húsinu, greindi frá þessu.

Issa var aðstoðarhershöfðingi Hamas. Samtökin hafa ekki tjáð sig opinberlega um fregnir af dauða hans, að sögn BBC.

Heimildarmenn ísraelskra fjölmiðla segja að Issa hafi verið drepinn í árás á göng undir flóttamannabúðunum Nuseirat á Gasasvæðinu í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert