Pusher Street lokað í þrjá daga

Lögreglumenn á verði í Pusher Street í nóvember á síðasta …
Lögreglumenn á verði í Pusher Street í nóvember á síðasta ári. AFP

Lögreglan í Kaupmannahöfn tilkynnti í morgun að bannað yrði að selja hass í Pusher Street í Kristjaníu fram á laugardag. Til stendur að banna alfarið slík viðskipti í götunni 6. apríl. 

Sölubásar hasssölumanna hafa lengi verið í Pusher Street. Lögreglan sagði í tilkynningu í morgun, að sölubásarnir yrðu fjarlægðir nú í morgunsárið og að lögregla yrði með vakt á svæðinu fram á laugardag. Lögreglan yrði einnig sýnileg í Kristjaníu og á öðrum stöðum í nágrenninu ef reynt yrði að flytja hasssöluna á aðra staði.

Íbúum og öðrum er heimilt að vera í Pusher Street en lögreglan tekur einnig fram að ef fólk verði uppvíst að því að vera með hass í fórum sínum þar eigi það á hættu að verða handtekið og ákært. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert