Unglingur grunaður um morð í Svíþjóð

Skjáskot af Google Maps.
Skjáskot af Google Maps. Skjáskot

Sautján ára gömul stúlka fannst látin í gærkvöldi í sveitarfélaginu Marks suðaustan við Gautaborg í Svíþjóð. Piltur á unglingsaldri hefur verið handtekinn grunaður um að hafa myrt stúlkuna. 

Fram kemur á vef sænska ríkissjónvarpsins að stúlkunnar hafi verið saknað frá því á fimmtudagsmorgun í síðustu viku þegar hún mætti ekki í skólann. Grunur lék á að henni hefði verið rænt og var hennar leitað í nágrenninu og lík hennar fannst síðan á mánudagskvöld. 

Pilturinn sem var handtekinn, grunaður um að hafa myrt stúlkuna, neitar sök að sögn lögreglu. Hann var upphaflega grunaður um mannrán. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert