Búið að fullmanna kviðdóminn í dómsmáli Trumps

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Búið er að velja 12 kviðdómendur í sakamálinu gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.

Sjö kviðdómendur höfðu verið valdir á þriðjudaginn og í dag bættust fimm við. Reiknað er með að aðalmeðferð málsins geti hafist á mánudaginn.

„Við erum komin með kviðdóminn okkar,“ sagði dómarinn Juan Merchan, sem vonast til að ljúka vali á sex varamönnum á morgun en tugir mögulegra kviðdómenda komu fyrir dóminn í dag.

Trump er 77 ára gamall og sækist eftir því að komast aftur í Hvíta húsið. Hann er sakaður um að hafa falsað viðskiptaskrár í aðdraganda kosningasigurs hans árið 2016 til að hylma yfir mútugreiðslur til klámleikkonunnar Stormy Daniels.

Trump hefur neitað sök en verði hann fundinn sekur á hann yfir sér fjögurra ára fangelsisdóm eða sekt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert