Ástandið versnað í framlínu Úkraínumanna

Rússar hafa aukið árásir sínar í austurhluta Donetsk-héraðs í Úkraínu.
Rússar hafa aukið árásir sínar í austurhluta Donetsk-héraðs í Úkraínu. AFP

Oleksandr Syrskyi, æðsti hershöfðingi Úkraínu, segir að ástandið í framlínunni hafi versnað í ljósi margra árása Rússa.

Hershöfðinginn segir að sagði að úkraínskar hersveitir hafi dregið sig úr stöðum í austurhluta Donetsk-héraðs en Rússar reyna að nýta sér yfirburði sína í mannafla og stórskotaliði áður en úkraínskar hersveitir fá bráðnauðsynlegar birgðir af nýjum bandarískum vopnum.

Í síðustu viku var samþykkt á bandaríska þinginu 61 milljarða dala pakki af hernaðaraðstoð til Úkraínumanna en bandarísk vopn eiga enn eftir að komast í fremstu víglinu þar sem úkraínskir hermenn hafa glímt mánuðum saman við skort á skotfærum, hermönnum og loftvörnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert