Minnst 50 létust í skyndiflóðum

Myndin er tekin í Bag­hl­an-héraði þar sem fjöldi fólks lést …
Myndin er tekin í Bag­hl­an-héraði þar sem fjöldi fólks lést í síðustu viku. AFP/Atif Aryan

Að minnsta kosti 50 manns létust í skyndiflóðum í Ghor-héraði í vesturhluta Afganistan í gær. Þá er fjölda fólks enn saknað.

Um 2000 hús eyðilögðust í flóðunum. Þá drápust einnig þúsundir nautgripa. Helstu vegir í héraðinu eru lokaðir, en margar brýr eyðilögðust. 

Í síðustu viku lést fjöldi fólks í flóðum í Bag­hl­an-hérað í norður­hluta Af­gan­ist­an.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert