Geta gert eignir Bandaríkjamanna upptækar

Nú geta Bandaríkjamenn átt von á að missa eignir sínar …
Nú geta Bandaríkjamenn átt von á að missa eignir sínar í Rússlandi í hendur heimamanna. AFP/Yuri Kochetkov

Rússnesk yfirvöld munu heimila upptöku á eignum Bandaríkjamanna og fyrirtækja sem hafa starfsemi í Rússlandi. Vladimír Pútín Rússlandsforseti undirritaði tilskipun þess efnis í dag en umræddar eignir verða nýttar sem bætur til handa Rússum sem verða fyrir refsiaðgerðum Bandaríkjanna. Um er að ræða fasteignir, fyrirtæki og hlutabréf í Rússlandi. 

Bandaríkin léku svipaðan leik

Bandaríkjaþing samþykkti í síðasta mánuði frumvarp sem heimilar stjórnvöldum ríkisins að nota frystar rússneskar eignir í Bandaríkjunum í sérstakan sjóð til stuðnings við Úkraínu.

Bandaríkin hafa fryst um 300 milljarða dollara virði af rússneskum eignum síðan innrásin í Úkraínu hófst í febrúar 2022.

Mörg bandarísk fyrirtæki og önnur vestræn fyrirtæki hafa hætt starfsemi og yfirgefið Rússland í kjölfar innrásarinnar. Þau sem enn eru með starfsemi þar í landi geta átt von á að missa eigur sínar í hendur Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert