Nota aðferð stálframleiðslu til að framleiða sement

Sements- og steinsteypuframleiðsla er með þeim óumhverfisvænustu en verkfræðingar á …
Sements- og steinsteypuframleiðsla er með þeim óumhverfisvænustu en verkfræðingar á Bretlandi telja sig hafa fundið umhverfisvæna lausn Ljósmynd/Colourbox

Verkfræðingar við Cambridge háskóla á Bretlandi eru einu skrefi nær því að leysa eitt flóknasta vandamál loftslagsbreytinganna; hvernig eigi að halda áfram sementsframleiðslu, þrátt fyrir umfangsmikið kolefnisfótspor sem fylgir framleiðslunni.

Verkfræðingarnir eru þeir fyrstu í heiminum sem hafa sýnt fram á að hægt sé að endurvinna sement á mikið umhverfisvænni hátt en framleiðsla þess frá grunni er.

Sement bindur steinsteypu saman en framleiðsla á hvítleita duftinu sem fylgir sementinu jafnast á við meira en þrefalda losun flugferða á heimsvísu. Steinsteypa er mest notaða byggingarefni heimsins og fer eftirspurn hennar vaxandi.

Verkfræðingarnir við Cambridge telja sig geta notað tækni stálframleiðslu til að framleiða endurunnið sement án tilheyrandi kolefnismengunar. Sé þá stáli skipt út fyrir sement, en ferli framleiðslunnar sé eins og framleiðsla stáls.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert